KVENNABLAÐIÐ

Angelina Jolie „á barmi taugaáfalls“ eftir forræðisdeiluna við Brad Pitt

Leikkonan Angelina Jolie á ekki sjö dagana sæla ef marka má sögusagnir þess efnis að hún geti hvorki borðað né sofið eftir að Brad fékk forræði yfir börnunum í sumar. „Angelina er ekki að höndla þetta vel en hún verður að hlýða dómaranum. Brad er kominn í mun sterkari stöðu en áður og hefur börnin meira en hún,“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Hún er afskaplega stressuð og fær þetta mikið á hana. Hún borðar nánast ekkert og sefur illa.“

Eins og Sykur greindi frá varð Angelinu bilt við þegar Brad fékk forræði yfir börnunum í sumar.

„Frá byrjun hefur Angelina verið algerlega helguð börnunum – þörfum þeirra og heilsu. Þess vegnar er erfitt fyrir hana að heyra frá dómara að hún þurfi að deila þeim. Einnig láku út viðkvæmar upplýsingar frá óprúttnum aðila til blaðamanna sem gefa skekkta mynd af því sem er raunverulega í gangi,“ segir talskona Angelinu.

Auglýsing

„Hún vissi alveg að að þessu myndi koma, en hún var orðin vön hlutunum eins og þeir voru. Hún var að vonast til að Brad yrði bara sáttur og myndi ekki sækja umgengisréttinn svona stíft. Þegar allt kemur til alls getur hún ekki svipt hann börnunum,“ segir innanbúðarmaðurinn.

Brad er nú í Englandi svo hann geti verið nálægt börnunum sínum á meðan Angie er að taka upp framhaldið af Maleficent: „Kvikmyndin skiptir hana mjög miklu máli, en hún á erfitt með að einbeita sér.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!