KVENNABLAÐIÐ

Vince Vaughn handtekinn, grunaður um ölvunarakstur

Grínleikarinn Vince Vaughn sem er helst þekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við Wedding Crashers og Dodgeball, var handtekinn aðfaranótt sunnudagsins 10. júní, grunaður að aka undir áhrifum áfengis.

Auglýsing

Var hann stöðvaður af lögreglu í Los Angeles, nánar tiltekið í Hermosa Beach, um eittleytið í nótt. Var um að ræða reglubundið eftirlit lögreglu. Vince var ekki á þeim buxunum að láta taka sig og var því handtekinn fyrir að veita mótþróa við handtöku og að hindra framgang réttvísinnar. Farþegi í bílnum, sem ekki var nafngreindur, var einnig handtekinn fyrir ölvun og truflun við handtöku.

Auglýsing

Bæði Vince og farþeginn voru settir í Manhattan Beach fangelsið og eru nú báðir lausir.

Talsmenn leikarans hafa ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna málsins.

Vince var handtekinn árið 2001 fyrir slagsmál á krá í norður Karólínuríki.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!