KVENNABLAÐIÐ

Kylie vill ólm leika í tónlistarmyndbandi barnsföður síns

Kylie Jenner er afskaplega hrifin af móðurhlutverkinu en hún er ekki jafn hrifin af þeirri staðreynd að barnsfaðir hennar Travis Scott hefur ekki beðið hana að leika í einu af tónlistarmndböndum sínum.

Auglýsing

Kylie og Travis lentu í rifrildi þar sem hún bar hann saman við sína fyrrverandi: „Kylie elskar að vera fræg og andlit hennar sé út um allt og hún er að grátbiðja Travis um að setja hana í tónlistarmyndband,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Life&Style. „Hún er hreint útsagt spæld að hafa ekki verið í einu nú þegar. Hún sagði við Travis að hennar fyrrverandi Tyga og PartyNextDoor hafi beðið hana að vera í myndböndum sínum og hún sagði bara við hann: „Hverju í fjandanum ertu að bíða eftir?“

cudd

Auglýsing

 

Einnig er hin tvítuga Kylie afbrýðisöm að maðurinn hennar sé alltaf umkringdur öðrum konum: „Kylie þolir ekki þessar stelpur nálægt honum og er ógnað. Ef hún myndi ráða væri hún í öllum myndböndunum hans.“

Travis svaraði þó fyrir sig: „Hann var ekki ánægður og sagði henni að bera hann aldrei saman við aðra menn, sérstaklega hennar fyrrverandi. Hann sagði henni að hætta að vera óörugg og hann vilji bara vera með henni.“

Auglýsing

Foreldra Stormi greinir á hvernig ala á hana upp. „Travis vill að Kylie hætti að kaupa svona rándýra hluti handa henni, s.s. merkjavörur, flottustu vagnana og aukahluti og hann er hræddur um að hún ofdekri hana. Hann fékk ekki mikið þegar hann ólst upp og vill það sama fyrir barnið.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!