KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle birtist á svölum Buckinghamhallar í dag

Nú er það opinbert: Meghan er hluti bresku konungsfjölskyldunnar! Fyrrum Suits-stjarnan birtist ásamt Bretadrottningu og allri fjölskyldunni í dag á svölunum frægu, en Elizabeth er 92 ára í dag og var verið að fagna afmælinu. Allir fjölskyldumeðlimir voru viðstaddir og fór greinilega vel á með öllum.

Auglýsing

Aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar voru ægilega glaðir að sjá Meghan og Harry (hertogann og hertogaynjuna af Sussex) á þessum frægu svölum. Í dag eru nákvæmlega þrjár vikur síðan þau gengu í hjónaband eins og flestir vita.

Meghan virtist vera í sínu besta formi, hló og skemmti sér greinilega vel. Þau voru bæði ákaflega afslöppuð og hafa greinilega notið hveitibrauðsdaganna.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!