KVENNABLAÐIÐ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu skilaði ósáttum hrafnsunga heim í hreiðrið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk til sín óvenjulegan gest á dögunum, en talið væri að hann væri slasaður. Var hann geymdur í klefa á Hverfisgötu, „eins og sumir aðrir“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar.

hrafnsungi

Auglýsing

Í tilkynningu lögreglunnar kemur eftirfarandi fram:

Því miður kemur fyrir að næturgestir hjá lögreglunni eru ósáttir við dvölina og hefðu frekar viljað vera heima hjá sér.
Þannig var einnig með hrafn sem rataði til okkar en í fyrstu var talið að hann væri slasaður. Eftir skamma skoðun var ljóst að krummi væri heill á líkama, en hefði bara ekki enn lært að fljúga sökum ungs aldurs. Þá fóru að berast tilkynningar um hrafnspar í miðborginni, sem gargaði óvenjulega mikið og þótti þá ljóst að einn ungann vantaði í hreiðrið.

a krumm

Hafði parið haldið vöku fyrir íbúum með háværu krunki sínu. 

Auglýsing

hrafn3
Okkar fólk brást fljótt við og skipulagði björgunaraðgerð, ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þar sem hrafnsunganum var komið til síns heima, í laup foreldra sinna. Þess ber að geta að á meðan björgunaraðgerðum stóð, stóð hinum öldnu foreldrum ekki á sama, flugu yfir og görguðu á björgunarmenn. 

hrafn4
Enginn hrafn slasaðist við aðgerðina og íbúar reyndust sérstaklega þakklátir fyrir að geta nú sofið án hávaða frá áhyggjufullum „foreldrum“ sem hafa víst krunkað mikið síðustu daga.

Auglýsing

krummi fors

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!