KVENNABLAÐIÐ

Alan O’Neill, leikari í þáttunum Sons of Anarchy er látinn

Leikarinn Alan O’Neill er látinn, aðeins 47 ára að aldri. Fannst hann látinn á stigagangi húss þar sem kærastan hans bjó, samkvæmt lögregluyfirvöldum en ekkert bendir til að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Krufning á þó eftir að fara fram til að leiða í ljós dánarorsök.

Auglýsing

Kærastan var sú sem fann hann miðvikudagskvöldið 6. júní.

Samkvæmt gögnum sem Radar hefur undir höndum átti Alan við áfengis- og eiturlyfjafíkn að stríða. Einnig var hann með hjartavanda og reykti mjög mikið.

Megi hann hvíla í friði.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!