KVENNABLAÐIÐ

Giftist manni sem afplánar lífstíðardóm í fangelsi: Myndband

Þau urðu pennavinir og tveimur árum seinna voru þau gift: Kacey Rush giftist eiginmanni sínum, Travis Berry, árið 2012. Þau höfðu skrifast á í tvö ár og hann hafði þá afplánað 18 ár af tvöföldum lífstíðardómi sem hann fékk fyrir tvöfalt morð. Travis er 49 ára og hafði verið í gengjum og selt krakk. Kacey er 43 ára og er fasteignasali og fyrrum fyrirsæta. Hún á eitt barn og býr í Los Angeles í Kaliforníuríki.

Auglýsing

Kacey er sannfærð um að Travis hafi ekki framið þessi morð sem hann situr inni fyrir og hefur eytt þúsundum dollara í að fá málin endurupptekin.

Auglýsing

Eftir fyrsta kossinn var hún sannfærð um að Travis væri sálufélagi hennar. Heyrðu sögu þeirra í meðfylgjandi myndbandi:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!