KVENNABLAÐIÐ

„Heitasti fangi heims“ eignast barn með erfingja Topshop

Chloe Green, fyrrum stjarna Made In Chelsea, hefur nú fætt sveinbarn en það er hennar fyrsta barn. Fyrirsætan Jeremy Meeks er barnsfaðirinn og varð hann þekktur um allan heim á einni nóttu eftir að fangamynd af honum fór á flug á netinu árið 2014.

Auglýsing

Fæddist drengurinn þann 29. maí og settu þau mynd á Instagram níu dögum síðar: „Við erum glöð að tilkynna fæðingu sonar okkar, Jayden Meeks-Green,“ sagði hún og var myndin af höndum drengsins. „Fæddur 29. maí 2018. Móður og barni heilsast vel. Vinsamlega virðið einkalíf okkar. Ást, Chloe & Jeremy.“

fangi chloe

Jayden er eitt af 30 vinsælustu drengjanöfnum í heimi en þykir óvenjulegt að þau hafi gefið drengnum bæði eftirnöfn sín.

Auglýsing

Topshop erfinginn Chloe (27) sást veipa nokkrum dögum fyrir fæðinguna á lúxussnekkju föður síns í Mónakó.

Chloe og Jeremy eru sögð trúlofuð og séu að undirbúa brúðkaup eftir nokkrar vikur. Jeremy þarf þó að ganga frá skilnaði við fyrstu eiginkonu sína, Melissu Meeks, en þau eiga Jeremy Jr., níu ára gamlan son saman.

Þau sáust fyrst kyssast opinberlega í maí 2017, og nokkrum vikum seinna var Chloe með barni. Í marsmánuði þessa árs sáust þau kaupa bláan barnabúnað í LA fyrir 600.000 (ISK) sem gaf til kynna að þau vissu kynið.

Auglýsing

Jeremy (34) sagði í síðasta mánuði: „Ég hef aldrei verið á þessum stað, andlega, líkamlega og tilfinningalega eins og ég er núna. Ég hef aldrei verið á svona góðum stað.“

Chloe hafði verið að hitta fyrrum eiginmann Jennifer Lopez, Marc Anthony, og knattspyrnumanninn Jermaine Defie. Hún hefur samt fengið „blessun“ föður síns til að giftast Jeremy.

Fyrrum eiginkona Jeremy og barnsmóðir, Melissa, sagði um barnsfæðingu þeirra: „Það var eins og hjartað missti úr slag. Ég var í sjokki, en samt vissi ég að að þessu myndi konma. Fyrir mig, að hefja fjölskyldu með dóttur milljarðamærings er gullmiðinn, ekki satt?“

fagi cl

Philip Green, faðir Chloe (66) og kona hans Tina (69) eru að undirbúa brúðkaupið sem fara mun fram í Mónakó þar sem reglur um hjónaband verja þann sem á pening í hjónabandinu. Sá sem giftir sig getur skilið en ekki ásamt eigum dagsins í dag – bara því sem hann þénaði fyrir hjónaband og það sem hjónin þénuðu sameiginlega.“

Samkvæmt Daily Mail sagði nafnlaus heimildarmaður þetta: „Phil og Tina finnst hann hafa góð áhrif á Chloe. Hann er mjög kurteis, þögull, næstum feiminn og er virkilega ástfanginn af henni. Þeim finnst hann fóður strákur. Öllum líkar vel við hann.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!