KVENNABLAÐIÐ

Alice Johnson laus úr fangelsi: Donald Trump varð við bón Kim Kardashian

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að veita Alice Johnson, 63 ára langömmu, náðun og lausn úr fangelsi. Alice fékk lífstíðardóm fyrir fíkniefnatengdum glæp án ofbeldis.

Auglýsing

Kim Kardashian hefur verið ötul talskona Alice og hitti hún Donald af því tilefni í síðustu viku.

Alice var sett í fangelsi árið 1996 ásamt 15 öðrum fyrir að taka þátt í dreifingu kókaíns, en þau voru hluti af dreifihring. Hún var dæmd fyrir að hafa efni undir höndum og að hafa tekið þátt í peningaþvætti í Tennessee.

Auglýsing

Alice mætti viðmiðum um náðun í náðunarprógrammi Obama árið 2014, en var hafnað lausn aðeins örfáum dögum eftir að hann var leystur úr embætti.

Fjölskylda og stuðningsmenn lýsa Alice sem fyrirmyndarfanga.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!