KVENNABLAÐIÐ

Heidi Klum þráir að taka hlutverk Kim Cattrall í Sex and the City 3

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og athafnakonan Heidi Klum er nú að reyna allt hvað hún getur til að koma í stað Kim Cattrall í nýrri mynd Sex and the City, en framleiðsla hennar hefur tafist töluvert vegna deilna Sarah Jessica Parker og Kim Cattrall (61). „Heidi finnst hún vera fullkomin í hlutverk Samönthu sem er sú sem er hvað frjálslegust varðandi kynlíf af þessum fjórum aðalpersónum,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Þriðja myndin hefur dregist óhemju í framleiðslu vegna deilna Kim (Samantha) og Sarah Jessica Parker sem leikur Carrie Bradshaw. Deilurnar hófust í fyrra þegar Kim sagði framleiðendum SATC3 að hún myndi ekki taka þátt í myndinni nema þeir myndu hjálpa henni að koma öðrum myndum og verkefnum hennar á framfæri. Framleiðendurnir voru fljótir að segja nei, og hefur ferlið því tafist mjög.

Auglýsing
Kim Cattrall
Kim Cattrall

Heidi (45) hefur unnið við þáttinn áður en henni brá fyrir eitt augnablik og myndi hana langa mjög að láta frekar að sér kveða.

Auglýsing

Ef verið er að leita að innblæstri fyrir þáttinn þarf ekki að leita lengra en í persónulega reynslu Heidi sem þekkt er fyrir heit ævintýri með yngri mönnum. Núverandi kærasti hennar, söngvarinn Tom Kaulitz, er 28 ára og hafa myndir birst af þeim í heitum faðmlögum.

Heidi hefur víst verið að hitta Söruh til að negla hlutverkið. Sarah vildi ekki gera framhald myndarinnar nema með Kim, en nú veit hún að aðrar dyr standa opnar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!