KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi eiginmaður Meghan Markle trúlofast kærustunni sinni

Kvikmyndaframleiðandinn Trevor Engelson (41) bað kærustunnar sinnar, næringarfræðingsins Tracey Kurland, föstudaginn 1. júní. Trevor og Meghan voru gift en skildu árið 2013. Setti Trevor mynd af þeim skötuhjúum á samfélagsmiðla þar sem Tracey bar demantshring og sagði: „Heppnasti gaur sem ég þekki! Tilbúinn að djamma!“

Auglýsing

Þessi óvænta trúlofun kemur aðeins tveimur vikum eftir að fyrrum eiginkona hans, Meghan Markle gekk að eiga Harry Bretaprins í brjálæðislega flottu brúðkaupi í Englandi, þann 19. maí og fór væntanlega ekki framhjá neinum.

Trevor og Meghan
Trevor og Meghan

Trevor Engelson hefur verið þögull um Meghan og ekkert tjáð sig um brúðkaupið.

Auglýsing

Meghan og Trevor gengu í hjónaband árið 2011 á Jamaica. Brúðkaupið var frekar „villt“ þar sem fjölskylda og vinir söfnuðust saman til að sjá þau ganga í það heilaga á Jamaica Inn, sjö árum eftir að þau fóru að hittast. Meghan djammaði með vinum sínum í fjóra daga fyrir athöfnina.

Þau hafa hvorugt tjáð sig um hjónabandið sem stóð aðeins í tvö ár, þannig ekki er vitað um ástæðu skilnaðarins. Ninaki Priddy fyrrum vinkona Meghan sagði að þær hefðu hætt að vera vinkonur því Meghan fór illa með Trevor og hafði breyst mikið eftir að hafa fengið hlutverk í þáttunum Suits. „Trevor missti fótanna. Hann var mjög særður,“ sagði hún.

Trevor og Tracey
Trevor og Tracey

Meghan og Trevor skildu í góðu. Meghan réði ekki einu sinni lögfræðing og hafnaði meðlagi. Trevor var samt mjög sár eftir þetta: „Hann átti mjög erfitt eftir skilnaðinn og þegar Meghan byrjaði með Harry varð hann verri.“

Trevor er nú kominn tilbaka með Tracey, en þau hafa verið að hittast síðan í nóvember 2017.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!