KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner lætur ekki sjá sig í brúðkaupi sonar síns

Brody Jenner, sonur Caitlyn Jenner, gekk í það heilaga á exótískri eyju í dag, laugardaginn 2. júní, en Caitlyn hunsaði boðið og fór að djamma með kærustunni Sophia Hutchins í Vín, Austurríki. Caitlyn (68) ákvað að mæta frekar á viðburð sem kallast Life Ball en það eru samtök sem vekja meðvitund og umræður um HIV/AIDS.

Cait lendir í Vínarborg
Cait lendir í Vínarborg

Fyrrum „The Hills“ stjarnan Brody hélt því upp á brúðkaupið en hálfsystur hans, þær Kendall og Kylie mætti ekki heldur. Nokkrum klukkustundum fyrir athöfnin sáust Caitlyn og Sophia skála í kokteilum á Le Meridien hótelinu í Vín, kvöldið fyrir Life Ball.

Auglýsing

Sýnir þetta glögglega hversu mjög Caitlyn hefur fjarlægst börnin sín eftir kynleiðréttinguna. Brody (34) gekk að eiga kærustuna sína Kaitlynn Carter (29) í fallegu brúðkaupi á eyjunni Nihi Sumba, sem er í Indónesíu. Gestir voru bróðir hans Brandon og móðir hans Linda Thompson. Mun brúðkaupsfagnaðurinn standa yfir í fjóra daga þar sem þau keppa á hestum á ströndinni, djamma og skemmta sér. Um 50 manns mæta í brúðkaupið.

Auglýsing
Brody og Kaitlynn
Brody og Kaitlynn

Talsmaður Cait sagði að hún myndi ekki mæta því „vinnan kallaði.“ Aðrir hafa sagt að Cait hlýði Sophiu í einu og öllu og hafi hún bannað Cait að mæta í brúðkaupið: „Cait hefði alveg getað mætt í brúðkaupið ef hún vildi. Hún gerði það ekki því Sophia ræður. Sophia er númer eitt í lífi Cait og þær eru óaðskiljanlegar. Brúðkaupið hefði eyðilagt plönin þeirra og Sophia nennti ekki að fara. Þar af leiðandi fór Caitlyn ekki,“ segir vinur Cait í viðtali við People.

Brody bað Kaitlynn á strönd Nihi Sumba árið 2016 og var það því kjörinn staður til að halda brúðkaupið. Furðulegt nokk bera þær báðar sama nafn, Caitlyn og Kaitlynn, bara mismunandi stafsetning!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!