KVENNABLAÐIÐ

Flugvél neyddist til að lenda vegna óbærilegrar ólyktar af farþega

Flugvél nauðlenti vegna ódauns af manni í vélinni þar sem aðrir farþegar köstuðu upp og leið yfir nokkra. Flugvél Transaviu frá Hollandi til Kanaríeyja neyddist til að lenda í Faro í Portúgal því stækan daun lagði af manni sem lyktaði „eins og hann hefði ekki baðað sig í einhverjar vikur.“

Starfsfólkið flugvélarinnar reyndi að setja manninn í einangrun á klósettinu á Boeing 737 vélinni en fengu flugmenn leyfi til að lenda í Faro til að losa sig við manninn.

Auglýsing

Maðurinn var leiddur frá borði af sjúkraliðum og settur í flugvallarrútu.

Maðurinn leiddur frá borði
Maðurinn leiddur frá borði

Belgíski farþeginn Piet van Haut var einn af farþegunum og lýsti lyktinni sem „óbærilegri.“ Sagði hann: „Það var eins og hann hefði ekki farið í bað í margar vikur. Margir farþegar urðu veikir og þurftu að gubba.“

Auglýsing

Transavia staðfesti neyðarlendinguna og sagði hana verið út af „læknisfræðilegum orsökum.“ Var þó óvíst hvort um væri að ræða farþegana eða manninn.

Furðulegt nokk er þetta ekki eina illa lyktandi tilfellið sem Transavia hefur lent í á þessu ári. Var flugvél á leið frá Dubai til Amsterdam og þurfti að lenda í Vín í Austurríki því einn farþeginn gat ekki hætt að leysa vind. Olli það miklum deilum milli nokkurra farþega.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!