KVENNABLAÐIÐ

Nýi kærastinn hennar Kendall Jenner var á föstu þegar þau byrjuðu að hittast

Enn á ný skandall í Kardashian fjölskyldunni: Kendall er farin að hitta NBA stjörnuna Ben Simmons og hefði það ekki valdið nokkrum vandræðum ef hann hefði verið á lausu. Svo var ekki og er söngkonan Tinashe í sárum eftir Ben: „Kendall vissi það sko alveg að Ben og Tinashe væru saman, en hún sagði við systur sínar að henni væri alveg sama því hún fær alltaf allt sem hún vill,“ segir vinur hinnar 22 ára fyrirsætu.

Auglýsing

Eftir að Ben og Kendall fóru að sjást saman á nokkrum mismunandi stöðum póstaði bróðir Tinashe – Kudzai Kachingwe – á Twitter að Ben hefði hætt með Tinashe eftir að upp komst um sambandið.

 

Samkvæmt heimildinni fór Kendall, sem áður hafði verið að hitta NBA leikmanninn Blake Griffin, ekki bara í taugarnar á fjölskyldu Tinashe heldur einnig sinni eigin fjölskyldu.

Auglýsing

Kris Jenner styður dóttir sína í ástarmálunum en Khloe Kardashian sem er í sambandi með framhjáhaldaranum Tristan Thompson er öskuill: „Khloe er svo reið Kendall því hún er að gera það sama og Tristan gerði við hana. Rétt eftir framhjáhaldið var Kendall ein sú fyrsta til að hella sér yfir Tristan fyrir að halda framhjá. Kendall er óvinur nr. 1 í röðum vina Tinashe og þau hata hana.

Auglýsing

Kendall virðist vera sama. Nýlega fór hún með Ben á uppáhalds kaffihúsið sitt í Beverly Hills hótelinu þar sem hún kom oft með kærastanum sínum og sat hann meira að segja í sama stól og hann! „Fyrir nokkrum vikum sat hún þarna með Blake. Nú hefur hún tekið Ben þangað og allt er eins, bara nýr maður.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!