KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian hittir Donald Trump

Þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar rakkað Kim Kardashian niður fyrir að hafa „ömurlegan líkama“ að hans mati er hún samt sem áður á leið í Hvíta húsið til að hitta hann.

Auglýsing

Kim, eins og Sykur hefur greint frá, hefur verið ákveðin í að fá Alice Marie Johnson, 62 ára langömmu sem er föst í fangelsi og fékk lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn, lausa úr fangelsi. Donald hefur hinsvegar oft gert grín að henni og hófst það stríð fyrir átta árum síðan. Kim fór í heimsókn til Trump Tower til að hitta kallinn. Hún vildi fá samþykki hans fyrir ilmvatni „The Voluptuous New Fragrance”— sem kynnt var í 10. seríu af The Apprentice.

Auglýsing

Í dag hittir Kim Donald á allt öðrum forsendum því hún vill fá Alice Marie lausa.

Ekki er vitað hvernig fundurinn mun fara en hann hefur verið ötull að gera athugasemdir um útlit hennar: „Hefur hún góðan líkama? Nei. Hefur hún feitan rass? Algjörlega.“ sagði hann í útvarpsviðtali hjá Howard Stern árið 2013. Svo bætti hann við: „Um leið og orðið „Kim“ ber á góma segja þeir: „Vá, ég vil fara út með henni.“

Auglýsing

Þegar Kim var ólétt sama ár sagði Donald, óspurður um útlit hennar: „Hún er orðin svolítið stór. Ég myndi segja þetta, ég held þú ættir ekki að klæða þig eins og þú vegir 120 pund“ (54 kíló).

Í öðru viðtali við Howard Stern sama ár sagði Trump hið sama um neðri hluta líkama Kim: „Þetta er eitthvert met. Í gamla daga hefðu eþir sagt að hún hefði slæman líkama.“

Allt þetta kemur eftir að Trump rak Khloe Kardashian (árið 2009) úr Celebrity Apprentice: „Hún er feit svínka. Af hverju fengum við ljótu Kardashian?“ Svo meinti hann sennilega Kim: „Af hverju fengum við ekki þessa heitu?“

Hvað um það. Burtséð frá fagurfræðilegu sjónarmiði, þau tvö að hittast í Hvíta húsinu að tala um fangelsismál…er tja – skrýtið. Það hefur þó fleiri hliðar. Donald og O. J. Simpson eru góðir vinir. Robert Kardashian heitinn varði O.J. og var það einmitt undanfari þess að Kardashian fjölskyldan komst í sviðsljósið.

O. J. sem einnig er guðfaðir Kim var, ótrúlegt en satt, sýknaður af morðinu á konu sinni og elskhuga hennar. Nú er Kim að reyna að fá Alice lausa vegna máls sem átti sér stað fyrir 21 ári síðan. Í viðtali viðraði Kim áhyggjur sínar og ástæður fyrir þessu: „Þar sem ég er í lífi mínu núna, að fara og eyða peningum í veraldlega hluti, fullnægir mér ekki eins og áður. Að bjarga lífi einhvers og gera það einu sinni á ári, þannig yrði hjarta mitt fullt.“

Í dag var einmitt þessi dagur, 30. maí. Kim tvítaði: „Til hamingju með afmælið Alice Marie Johnson. Í dag er dagurinn þinn.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!