KVENNABLAÐIÐ

Brigitte Nielsen ófrísk, 54 ára að aldri!

Danska leikkonan Brigitte Nielsen hefur uppljóstrað því að hún gangi með barn…54 ára að aldri! Leikkonan, sem þekkt var fyrir hlutverk sitt í Beverly Hills Cop II og Rocky IV og var áður gift Sylvester Stallone, sagði frá meðgöngunni í afar fallegri myndatöku sem hún birti á Instagram. Sagði hún: „Fjölskyldan er að stækka“ með mynd af sér í hvítum fallegum kjól þar sem hún hélt um bumbuna.

Auglýsing

birgit1

Brigitte er nú gift ítalska sjónvarpsþáttaframleiðandanum Mattia Dessi sem er 39 ára. Er hann fimmti eiginmaður Brigitte en hún á fjóra stráka fyrir, þá Julian (34), Killian (28), Douglas (25) og Raoul (23).

Auglýsing

birgit8

Brigitte, sem er afskaplega hávaxin (um 180 cm á hæð) var gift Raoul Meyer 1993 – 2003, Sebastian Copeland 1990 – 1992, Stallone, 1985 – 1987 og Kasper Winding ár árunum 1983 – 1984.

Þau Mattia gengu í hjónaband árið 2006.

Auglýsing

birgit2

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!