KVENNABLAÐIÐ

Sænsk móðir breytir nafni barns síns eftir misheppnað húðflúr

Hin þrítuga Johanna Giselhäll Sandström, frá Kyrkhult í Svíþjóð fékk sér tattoo eða húðflúr með nöfnum barna sinna. Húðflúrmeistarinn misskildi beiðnina og skrifaði nafn sonar hennar rangt. Í stað þess að ganga í gegnum sársaukafulla laysermeðferð til að fjarlægja tattoið ákvað Johanna að breyta frekar nafni drengsins.

Auglýsing

Johanna vildi sýna ást sína með því að húðflúra nöfn barna sinna á handlegginn. Nöfn þeirra voru Nova og Kevin. Hún fór á tattoostofu í nágrenninu og bar fram óskina. Hann spurði aldrei um stafsetningu nafnanna og fór bara að vinna sína vinnu. Konan tók ekki eftir neinu furðulegu í fyrstu en þegar hún kom heim fékk hún sting í hjartað. Í stað þess að skrifa „Kevin“ hafði hann skrifað „Kelvin.“

a nora

„Ég vildi fá mér tattoo með nöfnum barnanna minna og ég gaf honum nöfnin,“ sagði Johanna við dagblaðið Blekinge Lans Tidning. „Hann teiknaði þau upp og spurði ekki um stafsetningu þannig ég hugsaði ekki meira um það.“

Auglýsing

Johanna fór um leið aftur á stofuna eftir að hún áttaði sig á mistökunum en meistarinn bara hló og sagðist ekkert geta gert nema endurgreitt henni. Hún fór því heim og athugaði leiðir til að fjarlægja húðflúrið. Einu kostirnir í stöðunni voru layseraðgerð og skurðaðgerð. Johanna og eiginmaðurinn ákváðu  því að betra væri að endurskíra soninn Kelvin. Þeim hugnaðist nafnið að lokum: „Ég hafði aldrei heyrt nafnið Kelvin áður og enginn skírir barnið sitt því nafni. Nú finnst mér það fallegra en Kevin.“

Auglýsing

Drengurinn var aðeins tveggja á þessum tíma þannig hann var í raun ekki var við breytinguna. Johanna er búin að eignast þriðja barnið, Freju, en ætlar að vera varkárari næst: „Ég ætla að skrifa það niður þúsund sinnum áður en ég fæ mér tattoo!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!