KVENNABLAÐIÐ

Lifir í fátækt með börnum Britney Spears

Kevin Federline, barnsfaðir Britney Spears, segir að hann búi við fátækt með sonum sínum í pínulítilli leiguíbúð og krefst aukins meðlags frá henni. Kevin skorar á fyrrverandi eiginkonu sína að gefa upp raunverulegar tekjur sínar til að hann geti gert kröfu til hennar fjárhagslega.

Kevin, sem er fertugur, segir að synir sínir, Sear Preston (12) og Jayden James (11) búi ásamt konu sinni Victoria Prince og fjórum öðrum börnum í 185 fermetra íbúð í verri hluta Tarzana, Los Angeles.

Auglýsing

„Sean og Jayden þurfa að deila herbergi í húsinu,“ kvartar Kevin í dómsskjölunum. „Það er ekkert pláss fyrir þá til að bjóða vinum heim eða halda gistipartý.“

jYSE

Britney (36) tekur drengina reglulega á fimm stjörnu hótel á Hawaii en hinn misheppnaði rappari segir: „Ég hef ekki getað tekið krakkana mína í frí í mörg ár.“

Auglýsing

Í hrópandi mótsögn við þetta búa strákarnir eins og kóngar hjá móður sinni: „Sean og Jayden búa í risastórri höll sem er afgirt inná stórri lóð. Þeir hafa sundlaug með sérhúsi, körfubolta- og tennisvöll. Þar er bókasafn, bíósalur, leikjaherbergi, einkakokkar, barnfóstrur, dót, allt sem hugurinn girnist.“ Einnig hafa drengirnir lífverði sem fylgjast með hverri hreyfingu þeirra. Sagði hann: „Ég get ekki veitt þeim brot af þessu á okkar einfalda heimili.“

Sagði Kevin að Britney þénaði $34,000,000 á ári en hann þénar einungis 3000 dollara á mánuði fyrir að vera plötusnúður: „Ég get ekki dansað lengur, þar sem ég er orðinn fertugur og ég hef ekki gefið út tónlist síðan árið 2008,“ viðurkennir hann. „Ég er ekki sama nafn og ég var árið 2008 og hefur það haft neikvæð áhrif á innkomu mína.“ Á Kevin engar eignir og kona hans þénar ekkert á mánuði.

Auglýsing

Federline fær 20.000 dollara framfærslu frá Spears á mánuði, (tvær milljónir ISK) en vill þrefalda þá upphæð. Segist hann krefjast þess að vita hvað Britney fær í tekjur á mánuði en hún hefur neitað að veita þær upplýsingar.

Faðir Britneyjar, Jamie, hefur ráðlagt dóttur sinni að veita ekki þessar upplýsingar þar sem hann stórefast um góðar fyrirætlanir Kevins.

Aðalmeðferð í málinu verður þann 1. ágúst.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!