KVENNABLAÐIÐ

Robert De Niro bannar Donald Trump á öllum veitingastöðum sínum

Leikarinn Robert De Niro fer ekki dult með andúð sína á sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. De Niro er einn eigandi veitingahúsakeðjunnar Nobu sem fer ört stækkandi, og sagði hann í viðtali við Daily Mail að hann hafi bannað Trump að borða á veitingastöðum sínum. Einnig sagðist hann aldrei munu sitja á sama veitingahúsi og forsetinn: „Ef hann myndi ganga inn á veitingahús sem ég væri á, myndi ég ganga út.“

Auglýsing
Nobu veitingastaðurinn í Melbourne, Ástralíu
Nobu veitingastaðurinn í Melbourne, Ástralíu

Kokkurinn frægi og meðeigandi De Niro, Nobu Matsuhisa er honum samt ekki sammála. Hefur hann sagt: ”Það er draumur minn að Trump sitji við hliðina á Bob. Ég myndi gefa þeim sushi!“

Nobu Matsuhisa
Nobu Matsuhisa
Auglýsing

Matarsmekkur Trumps er þó meira á hamborgarasviðinu frekar en í sushi. Bloomberg greindi þó frá frægu ferð Trumps til Moskvu árið 2013. Þá hafi Trump ráðið vændiskonur til að halda sýningu – „golden shower“ sýningu á hóteli eftir að hafa snætt á Nobu veitingastað.

Auglýsing

Robert De Niro hefur eins og vitað er ekki dulið andúð sína á forsetanum. Hefur hann kallað Trump: „lowlife-in-chief,” „jerkoff-in-chief” og hreinræktaðan rasista ásamt öðrum miður fallegum hlutum.

 

Hefur De Niro engan hug á að hætta að blammera forsetann og segir: „Að þegja fyrir framan andlit slíks þorpara er að vera samsekur,“ sagði hann í mars á þessu ári.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!