KVENNABLAÐIÐ

Meghan og Harry fögnuðu sjötugsafmæli Charles Bretaprins

Charles Bretaprins hélt upp á sjötugsafmæli sitt í gær, þann 22. maí. Hann verður reyndar ekki sjötugur fyrr en í nóvember, en mikið verður um dýrðir allt þetta ár, og þótti hentugast að fagna því núna. Nýgiftu hjónin Harry og Meghan mættu að sjálfsögðu á fyrsta opinbera viðburðinn sem hjón. Var garðveisla haldin Charles til heiðurs í Buckinghamhöll.

fliss3

Meghan var í ljósbleikum kjól frá Goat ásamt ljósum sokkabuxum og hælum, með hárið í lausum hnút og fallegan hatt. Einnig hélt hún á handtösku en bæði Díana prinsessa og Kate Middleton notuðu það „trikk“ óspart.

Auglýsing

fliss2

Rithöfundurinn Judi James, sem er einnig sérfræðingur í líkamstjáningu, segir að það sé greinilegt að Harry sé ráðandi í sambandinu. Hvernig Meghan hallar sér að honum og leyfir honum að leiða sig niður stigann sé ótvírætt merki, en henni finnst einnig að Harry sé hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.

Auglýsing

flis5

Judi segir einnig að staðsetning töskunnar sé úthugsuð: „Mjög pirrandi og vandræðaleg ástæða, reyndar, en um leið og þú giftist byrja allir að spyrja hvenær þú ætlir að eignast barn og fókus fólks fer ósjálfrátt á magasvæðið.“

fliss4

Meghan náðist á mynd flissandi og segir Judi það merki um að hin nýgifta brúður sé geislandi og ofboðslega hamingjusöm: „Ef ég les í það nánar sé ég að hún er enn jarðbundin og hefur engar fyrirætlanir um að verða of hrokafull í nýju hlutverki sínu í konungsfjölskyldunni.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!