KVENNABLAÐIÐ

Jack Osbourne skilinn við eiginkonu sína, Lisu

Raunveruleikastjarnan Jack Osbourne, sonur Ozzy og Sharon Osbourne, er nú skilinn við eiginkonu sína Lisu, sem sótti um skilnað þann 18. maí. Jack (32) fór á Instagram og setti inn færslu, en þau Lisa höfðu verið gift í sex ár. Lisa eignaðist þriðju dóttur þeirra nú í febrúar, þannig skilnaðarinn kom flestum í opna skjöldu.

Auglýsing

Bæði póstuðu sömu færslu á Instagram reikninga sína, sem sagði að þau höfðu reynt „allt“ til að láta sambandið ganga, en þau væru betur sett sem foreldrar og vinir: „Svo, fréttirnar um að við séum að skilja hefur sennilega verið smá áfall fyrir alla,“ sögðu þau. „Við viljum bara hreinsa loftið og segja ykkur hvað er í gangi. Svo, fyrst og fremst, elskum við annað mjög mikið.“

Auglýsing

„Fjölskyldan er það mikilvægasta í lífinu og við reyndum í mörg ár að láta þetta ganga.“

Yfirlýsingin frá Jack og Lisu hélt svo áfram og sagði að þau væru staðráðin í að vera vinir og ala upp dæturnar saman, þær Pearl (6) og Andy (3) og Minnie Theodora fæddri í febrúar á þessu ári.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!