KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum Playboy fyrirsæta stökk niður af hótelþaki með son sinn og létust þau bæði

Stephanie Adams, 47, og sonur hennar sjö ára fundust látin á gangstétt á annari hæð fyrir neðan The Gotham hótelið í New York í dag, 18. maí. Stephanie var fyrrum „Playmate“ hjá Playboy og hafði starfað sem fyrirsæta. Hafði Stephanie átt í forræðisdeilu við barnsföður sinn sem hafði beitt hana ofbeldi, samkvæmt ABC News.

Auglýsing
Stephanie átti í harðvítugri forræðisdeilu við barnsföður sinn. Hér er mynd sem tekin var fyrir utan réttarsalinn.
Stephanie átti í harðvítugri forræðisdeilu við barnsföður sinn. Hér er mynd sem tekin var fyrir utan réttarsalinn.

 

Stephanie skráði sig inn á hótelið fimmtudagskvöldið um klukkan 18. Voru þau mæðgin sett í svítu á 25 hæð, samkvæmt NYPD lögreglustjóranum William Aubry.

Auglýsing

play3

Auglýsing

Um klukkan 8:30 í morgun var lögregla kölluð til annarar hæðar hótelsins því heyrst höfðu læti. Þar fundust tvö lík, annað var Stephanie og hitt litli drengurinn hennar.

Gotham hótelið á Manhattan
Gotham hótelið á Manhattan

Rannsókn er ekki lokið, en hótelið hefur 67 svítur og er á 25 hæðum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!