KVENNABLAÐIÐ

Nýjasta netdeilan: Hvort heyrir þú „Yanni“ eða „Laurel?“

Flestir muna eftir kjólnum sem fólk reifst um hvernig væri á litinn. Hér er komin önnur deila en hún snýr að heyrn. Þegar þú hlustar á upptökuna má heyra orð sagt, en enginn er sammála um hvort hún segi „Yanni“ eða „Laurel.“ Skýringin á þessu ku vera sú að heili okkar skynjar dýpt á misjafnan hátt. Upptakan er léleg og heilinn les orðið sem þú átt að heyra áður en þú heyrir það í raun og veru.

Auglýsing

Einnig getur miðillinn haft áhrif á hvort þú heyrir, hvort þú ert að hlusta í símanum eða í tölvunni. Magn bassa hefur einnig áhrif en þetta er víst allt undir heilanum komið.

Auglýsing

Svo…ertu tilbúin/n að hlusta? Ekki gleyma að segja okkur hvað þú heyrir!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!