KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian fagnar mánaðarafmæli True og setur myndskeið á samfélagsmiðla

Khloe Kardashian (33) má svo sannarlega vera stolt af gullfallegri dóttur sinni sem hún bauð velkomna í heiminn fyrir mánuði síðan. Fyrsta myndskeiðið hefur nú litið dagsins ljós, og er True afskaplega falleg!

Khloe minnist ekki á framhjáhaldarann Tristan Thompson, barnsföður sinn, heldur segir við dóttur sína: „Happy one month old, mama“ og sýnir True þar sem hún liggur og horfir í myndavélina. Khloe segir svo: „I love you, pretty girl.“

Auglýsing

?Happy One Month True ?

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Það lítur út fyrir að litli engillinn sé nývaknaður. Á fimmtudag póstaði Khloe „selfie“ af sér en sást ekki í stúlkuna, þannig hún var að kynna dóttur sína fyrir aðdáendum í fyrsta skipti.

Auglýsing

Þrátt fyrir ýmsar vangaveltur lítur út fyrir að Khloe sé ekki hætt með Tristan þrátt fyrir framhjáhaldið. Hún var á leik Cleveland Cavaliers þar sem hún hvatti hann áfram og einnig fóru þau út að borða og í bíó um daginn.

Áður en Khloe fæddi stúlkuna komust myndir og myndskeið í umferð sem sýndu Tristan kela við konur á skemmtistað í New York.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!