KVENNABLAÐIÐ

Fjórði eiginmaður leikkonunnar Geenu Davis sækir um skilnað

Lítið hefur farið fyrir leikkonunni Geenu Davis undanfarin ár, en eiginmaður hennar Reza Jarrahy sótti um skilnað í vikunni. Óskaði hann eftir sameiginlegu forræði með Geenu, en þau voru gift í 16 ár.

Auglýsing

Reza Jarrahy, 47, sótti um skilnaðinn í undirrétti Los Angeles þann 8. maí síðastliðinn undir nöfnunum „Rob Doe“ og „Veronica Doe.“ Sagði hann þau skilin frá 15. nóvember, 2017 en giftingadagurinn var sagður 1. september 2001.

Geena var ótrúlega vinsæl leikkona á 10. áratugnum og lék í myndum á borð við Thelma and Louise og Beetlejuice
Geena var ótrúlega vinsæl leikkona á 10. áratugnum og lék í myndum á borð við Thelma and Louise og Beetlejuice

Reza, sem er skurðlæknir, bað dómarann um sameiginlegt forræði með tvíburunum Kalis og Klan (14) og Alizeh sem er 16 ára. Tilgreindi hann ástæðuna „ósættanlegan ágreining.“ Vildi hann biðja um makalífeyri frá Geenu en neitaði að veita henni slíkt hið sama.

Auglýsing

Geena er orðin 62 ára og var áður gift leikstjóranum Renny Harlin, leikaranum Jeff Goldblum og veitingamanninum Richard Emmolo.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!