KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian búin að fá nóg af óstöðugri hegðun eiginmannsins, Kanye West

Kim er orðin afar þreytt á eiginmanni sínum Kanye, en hann er stjórnlaus á Twitter og búinn að reka umboðsmanninn sinn. Er hún „alvarlega að íhuga“ skilnað. „Kim finnst að skilnaður sé eina leiðin til að bjarga sjálfri sér og börnunum akkúrat núna,“ segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við InTouch.

Auglýsing

„Hún er sjálf alveg að brotna niður og hefur tekið grátköst oft að undanförnu. Systur hennar og móðir eru innan handar en þær vita ekkert hvernig á að höndla svona,“ heldur hann áfram.

Kanye hefur farið hamförum á Twitter undanfarnar vikur og segist jafnvel hafa farið í fitusog og að hann misnoti verkjalyf. Eftir að rapparinn hélt því fram að „þrælahald hefði verið valkostur“  þess fólks sem það þurfti að þola hefur fjölskyldan verið að fá hótanir á netinu, meira að segja frá hættulegum gengjum.

Auglýsing

Í kjölfarið hefur Kris Jenner, móðir hennar, aukið öryggisgæsluna í kringum dóttur sína. Það virðist þó sem fleiri lífverðir séu ekki það sem hún þarf: „Kim er mjög hrædd núna og þessar hótanir láta hana endurupplifa ránið í París,“ segir vinurinn. „Allir eru að hvetja hana til að fara frá Kanye og hún er farin að horfa til þess möguleika.“

Auglýsing
Forgangsatriði er að tryggja börnunum þremur öryggi, þeim North, 4, Saint, 2 og Chicago þriggja mánaða.

„Hún elskar Kanye mjög, en hún elskar sjálfa sig og börnin enn meira,“ segir heimildarmaðurinn að lokum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!