KVENNABLAÐIÐ

11 ár eru síðan Madeleine McCann hvarf

Kate McCann las í kvöld (3. maí 2018) ljóð í tilefni þess að dóttir hennar Madeleine McCann hvarf fyrir 11 árum síðan. Var ljóðið mjög hjartnæmt og snerti hjörtu margra sem viðstaddir voru samkomuna.

Kate og Gerry, foreldrar Madeleine, héldu samkomu í þorpinu sem þau búa, Rothley, Leics, í Bretlandi sem var vel sótt. Þökkuðu þau þar nágrönnum sínum og stuðningsmönnum í gegnum árin, en þeir eru fjöldamargir.

Auglýsing

Fyrir 11 árum síðan hvarf Madeleine þar sem þau gistu á hóteli í Portúgal, Praia da Luz, og hefur leitinni ekki linnt síðan. Hjónin Kate og Gerry hafa ekki gefið upp alla v0n enn og „bíða og vona“ að finna barnið sitt sem nú myndi vera fjórtán ára gamalt.

Kate og Gerry
Kate og Gerry

Ljóðið sem Kate las og kallaðist The Contradiction (ísl. mótsögnin) sem innihélt ýmis orð sem gætu útlagst sem: „Ég er við fótskör þína, ég horfi á andlit þitt. Þú ert allt sem ég þekki en samt óþekkt. Ég get ekki snert þig, en samt geri ég það.“

Gerry, sem er hjartalæknir, þakkaði öllum fyrir að koma og sagði að þetta væri sorglegur dagur: „Annað afmæli. Það gefur okkur samt styrk og stuðningur ykkar er ómetanlegur.“

Auglýsing

Hjónin voru þakklát öllum sem komu og ítrekuðu að gefa ekki upp vonina að finna Madeleine einhverntíma.

Auglýsing

Þau halda enn í þá von að fá að vita um afdrif Madeleine.

Nágrannar og þorpsbúar sungu með söngvum og hétu hjónunum óendanlegum stuðningi að finna dóttur þeirra. Er Madeleine eitt frægasta barn allra tíma sem hefur horfið hreinlega af yfirborði jarðar.

Scotland Yard hefur yfirumsjón með rannsókninni og hefur stofnunin fengið auka fjárveitingu til að reyna að komast að örlögum litlu stúlkunnar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!