KVENNABLAÐIÐ

Khloe hlustar loksins á fjölskylduna og er að flytja með True til Los Angeles

Khloe Kardashian hefur loksins gert upp hug sinn og hefur ákveðið að fara frá Cleveland þar sem hún hefur dvalið með dótturina True og Tristan Thompson frá fæðingu hennar, þann 12. apríl síðastliðinn. Khloe (33) ætlar að fara frá honum í næstu viku: „Khloe ætlar aftur til L.A. á mæðradaginn í næstu viku og hún er að ákveða sig hvort hún ætlar að flytja alveg eða ekki,“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Hún er loksins að sjá hlutina eins og þeir raunverulega eru. Hún veit að hann hélt framhjá henni þegar hún var við það að fæða barnið og það er ekkert sem Tristan getur sagt eða gert núna til að breyta því.“

Auglýsing

Körfuboltaleikmaðurinn (27) hefur ekkert tjáð sig um skandalinn, þrátt fyrir að hafa náðst bæði á filmu og myndband í augljósum erindagjörðum í New York: „Það var í raun eins og hann væri að reyna að eyðileggja allt,“ segir vinurinn. „Tristan sagði við Khloe að hann hefði verið „settur upp“ og í fyrstu trúði hún honum. En nú, þegar tíminn hefur liðið, er hún að átta sig og segir við systur sínar að hún vilji burt úr þessu sambandi. Það er bara hann sem vill ekki leyfa henni að fara.“

Auglýsing

Eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur tjáð sig er Kim. Var hún í spjallþætti Ellenar að allt þetta væri „f**ked up.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!