KVENNABLAÐIÐ

Tristan Thompson rýfur þögnina á samfélagsmiðlum

Tristan Thompson, barnsfaðir Khloe Kardashian, vogaði sér á Instagram í fyrsta sinn síðan framhjáhald hans komst upp á dögunum. Var hann að fagna sigri körfuboltaliðs síns, Cleveland Cavaliers, og póstaði mynd af sér í búningi með textanum“WHAT AN ATMOSPHERE IN THE Q!! GREAT WIN #OnToTheNextOne”

Auglýsing

Aðdáendur Khloe voru ekki lengi að taka við sér og kölluðu hann fávita og sögðu „engum líkar við þig!“ Hvar er „dislike“ hnappurinn sagði einn. „Góðan dag til allra nema TRISTAN“ sagði einhver dálítið barnalegur.

WHAT AN ATMOSPHERE IN THE Q!! GREAT WIN #OnToTheNextOne

A post shared by Tristan Thompson (@realtristan13) on

Tristan virðist ekki láta hatrið mikið á sig fá og finnst hann sjálfur vera á toppi tilverunnar síðan fréttirnar bárust. Heimildarmaður sagði í viðtali við Radar að Tristan væri stöðugt að monta sig af framhjáhaldinu og að Khloe myndi aldrei fara frá honum.

Auglýsing

Parið er nú að ala upp dótturina True í Cleveland, þrátt fyrir að fjölskylda hennar óski þess heitast að hún komi til Los Angeles.

Kim er sú eina sem hefur tjáð sig um framhjáhaldið og gerði hún það í viðtalsþætti Ellenar. 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!