KVENNABLAÐIÐ

Þóttist vera læknir: 19 ára maður beitti blekkingum á virtri sjúkrastofnun

19 ára maður með enga læknismenntun tókst að blekkja starfsfólk í einni virtustu sjúkrastofnun Indlands einungis með því að blanda geði við læknana og klæðast andlitsgrímu og vera með hlustunarpípu um hálsinn.

Ástæður þess að Adnan Khurram ákvað að þykjast vera læknir í All India Institute of Medical Sciences (AIIMS) í Delhí eru óljósar en ljóst þykir að hann komst upp með það í næstum hálft ár. Þrátt fyrir að vera ekki með neina menntun eða þjálfun að baki og ekki fékk hann laun, hafði Adnan stimplað sig rækilega inn í stjórnmál spítalans og tekið þátt í ýmsum viðburðum á vegum hans. Bjó hann til reikning á Instagram undir nafninu Dr. Adnan Khurram.

Auglýsing

19 aarr

 

„Hann ráfaði um í sloppnum og var alltaf með hlustunarpípu um hálsinn,“ segir Harjit Singh, formaður læknafélagsins í viðtali við Hindustan Times. „Við komumst að því að hann hafði gefið mismunandi útskýringar til mismunandi fólks. Hann sagði við suma að hann væri unglæknir og suma að hann væri kandídat.“

Allt gekk vel hjá Adnan, svo vel að starfsfólkið fór að undrast hvernig hann hefði eiginlega tíma til að blanda geði við hina læknana og taka þátt í öllum viðburðum á vegum spítalans. Flestir vinna allt að 20 tíma vaktir en Adnan virtist alltaf vera til taks.

Auglýsing

„Við furðuðum okkur á að hann gæti mætt á alla viðburði. Hann hékk á kaffihúsinu eða í læknaálmunni á kvöldin. Við fórum að hugsa hvernig hann gæti þetta.“ Loks var Adnan tilkynntur til lögreglu og var hann handtekinn þegar hann ætlaði að taka þátt í maraþoni starfsfólks. Hann hefur verið kærður fyrir svik og að þykjast vera annar en hann er.

19 araaaa

Við yfirheyrslur hefur Adnan gefið mismunandi ástæður fyrir athæfi sínu. Hann hefur bæði sagst vera að kanna aðstæður á spítalanum fyrir fjölskyldumeðlim og svo einnig að honum hafi þótt ánægjulegt að vera í kringum lækna því hann vildi verða einn slíkur síðar meir.

Lögreglan í Delhí hefur sagt að ungi maðurinn hafi komið þeim á óvart með ótrúlegri kunnáttu um lyf, einnig þekkti hann öll nöfn læknanna og deildanna á AIIMS. Ef hann hefði ekki tekið það feilspor að mæta á alla viðburði hefði hann sennilega getað verið þarna í einhver ár í viðbót – í sloppnum með hlustunarpípuna um hálsinn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!