KVENNABLAÐIÐ

GusGus spilar á glæsilegri hátíð Eistnaflugs í sumar!

Nú er uppröðun fyrir tónlistarhátíðina Eistnaflug sem haldin verður þann 11. – 14. júlí næstkomandi lokið og rúsínan í pylsuendanum er rafhljómsveitin geggjaða – GusGus. Flestir þekkja þessa ástsælu rafhljómsveit sem hefur gert garðinn frægan erlendis í áraraðir og er stærsta rafhljómsveit okkar Íslendinga, kynþokkafull dansvél sem slær ekki feilslag.

Auglýsing

Hljómsveitin gaf út nýverið plötuna Lies Are More Flexible og eru nú um þessar mundir að fylgja henni eftir á á Evróputúr.

GusGus mun klára hátíðina á laugardagskvöldinu með stórkostlegu danspartýi sem enginn hátíðargestur má missa af, hljómsveitin er þekkt fyrir magnþrunginn live flutning sem fær alla til að hrista skankana…einnig þá sem þykjast ekki dansa! Eistnaflug er þekkt fyrir þungarokk og rokk en áður hefur hátíðin haft léttari tónlist í lokin sem hefur vakið mikla lukku: Páll Óskar kom fram árið 2016 og  Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar árið 2017.

Auglýsing

Hér er svo glæsilegur listi tónlistarmanna sem koma mun fram á hátíðinni:

Kreator [DE]

Watain [SE]

Anathema [UK]

Sólstafir [IS]

Týr Færeyjar

GusGus [IS]

Batushka [PL]

Perturbator [FR]

Hatesphere [DK]

Kontinuum [IS]

Auðn [IS]

Une Misère [IS]

Vanhelgd [SE]

Mantar [DE]

The Vintage Caravan [IS]

Agent Fresco [IS]

HATARI [IS]

LEGEND [IS]

GlerAkur [IS]

Snowed in vs. xGADDAVÍRx [IS]

Nexion [IS]

Úlfúð [IS]

Austurvígstöðvarnar [IS]

Hemúllinn [IS]

Alchemia [IS]

Devine Defilement [IS]

Narthraal [IS]

Exile [IS]

Kavorka [IS]

DDT Skordýraeitur [IS]

Hórmónar [IS]

While My City Burns [IS]

Order [NO]

At Breakpoint [IS]

Coney Island Babies [IS]

Tappi Tíkarrass [IS]

Orbit [IS]

Saktmóðigur [IS]

Smelltu á myndina til að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar
Smelltu á myndina til að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar

 

Smelltu á myndina til að fá allar upplýsingar um hátíðina!
Smelltu á myndina til að fá allar upplýsingar um hátíðina!

 

HÉR er hægt að kaupa miða á hátíðina

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!