KVENNABLAÐIÐ

Bill Cosby fundinn sekur um að hafa nauðgað og gefið konu eiturlyf fyrir 14 árum síðan

Leikarinn og „fyrirmyndarfaðirinn“ eins og gamanþættirnir hétu á RÚV fyrir löngu, Bill Cosby var fundinn sekur um að hafa misnotað og gefið konu eiturlyf fyrir 14 árum síðan. Margar aðrar hafa stigið fram og sagt nákvæmlega sömu sögu af Bill, og hlýtur þetta að teljast sigur fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis.

Auglýsing

Var Bill dæmdur sekur að hafa ekki fengið samþykki Andreu Constand þegar þau unnu bæði hjá Temple háskólanum. Einnig að hafa set lim sinn í leggöng hennar meðan hún var meðvitundarlaus og sett lim sinn inn í leggöng hennar þegar hann hefði gefið henni lyf. Allt þetta er refsivert í bandarískum lögum og getur hann því farið í allt að 10 ára fangelsi.

Þetta var í annað sinn sem kviðdómur réði örlögum Bill Cosby. Fyrstu réttarhöldin sýndu að kviðdómur var ekki sammála eftir að hafa rætt saman í sex daga.

Auglýsing

Þegar dómur var upp kveðinn sat Bill í sæti sínu og starði niður fyrir sig þegjandi. Konur sem höfðu ásakað hann um hið sama fögnuðu í smástund og þögnuðu svo.

Bill Cosby sem er áttræður í dag viðurkenndi að hafa gefið konum „quaaludes“ (róandi lyf) til að reyna að hafa samfarir við þær.

Auglýsing

Reyndi hann ekki að bera vitni til að verja sjálfan sig, en verjendur hans reyndu að segja að Andrea hafi gefið samþykki sitt og hann hafi ekki nauðgað henni.

Er líklegt að þátturinn „The Cosby Show“ muni verða sniðgenginn af fólki, bæði núna og í framtíðinni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!