KVENNABLAÐIÐ

Páfagaukurinn Eldur kann ýmislegt…meira að segja að mjálma! – Myndband

Páfagauknum Eldi er margt til lista lagt, en hann er Arnpáfi (e. Macaw) sem býr á höfuðborgarsvæðinu og er 17 ára gamall. Hann er ekki feiminn að tjá sig og kann að segja: „Halló, bless og takk.“ Ef hann fær eitthvað sem honum þykir extra gott segir hann: „Mmmmm“ en hann borðar mestmegnir sérstök fræ fyrir stóra páfagauka, margskonar ávexti, grænmeti og hnetur. Einnig er hann mjög spenntur fyrir klökum og reynir að veiða þá upp úr vatnsglasi!

Auglýsing

eldur páfa 3

Í þessu myndbandi má heyra Eld mjálma:

Auglýsing
Hann heyrði semsagt í ketti hinum megin við hurðina og fór því að mjálma á móti! Ef hann vill fá athygli (og hann hikar ekki við það) fer hann að garga. Hundarnir á heimilinu hafa þá spangólað með.
eldur 4
Eldur er frekar fyrirferðamikill og það er vinna að vera með svo stóran fugl – hann þarf mikla athygli og fólk má því ekki láta hávaðann fara í taugarnar á sér. Páfagaukar eins og hann geta orðið allt að 80 ára!
 
Auglýsing

Hér er hann að heimta athygli!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!