KVENNABLAÐIÐ

Skömm: Khloe Kardashian þorir hvorki að ræða við vini sína né aðdáendur

Nú eru tvær vikur liðnar síðan Tristan Thompson hélt framhjá Khloe Kardashian og allur heimurinn vissi af því. Khloe eignaðist svo dóttur þeirra True, mitt í allri ringulreiðinni. Khloe, sem oftast hikar ekki við að tala út um hlutina, hefur hinsvegar ekki sett neitt á samfélagsmiðla í kjölfar skandalsins, hvorki um sig, Tristan né barnið.

Auglýsing

Er talið líklegt að hún ætli að halda því áfram, a.m.k. samkvæmt innanbúðarmanni: „Khloe ætlar ekki að segja neitt því hún skammast sín svo hræðilega. Hún vill ekki horfast í augu við almenning, ekki einu sinni flesta vini sína.“ Bætir hann við að nýbökuðu móðurinni finnist hún vera „föst.“

„Henni finnst hún vera rifin á hol og enginn skilur hvað hún er að ganga í gegnum.“

Khloe sem er 33 ára vill helst lifa venjulegu fjölskyldulífi: „Khloe er hrædd við að ala upp True ein og vildi ekkert frekar en fullkomna, hamingjusama fjölskyldu. Allir eru að segja henni að flytja frá Cleveland og taka barnið til Los Angeles en þótt hana myndi langa, gæti hún það ekki. Hún getur ekki farið.“

Auglýsing

Khloe er í mikilli klemmu hvort hún eigi að halda áfram að vera með Tristan eður ei: „Hún veit fullkomlega að hún getur ekki látið framhjáhaldið vera „eðlilegt“ og allir í kringum hana eru að segja henni að hætta með honum. Hún hefur bara ekki styrkinn eins og er.“

Öll Kardashian fjölskyldan er brjáluð út í Tristan, eins og komið hefur fram. Khloe er sögð hafa hent honum út af heimili þeirra í Cleveland og sagt honum að gista á hóteli.

Þrátt fyrir að parið sé í limbói þessa stundina er móðir Khloe – Kris Jenner – mjög ákveðin: Hún vill að Khloe hendi manninum út og ali upp barnið sitt sem einstæð móðir í L.A.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!