KVENNABLAÐIÐ

Fyrstu myndirnar: Litli prinsinn kynntur fyrir heiminum!

Augnablikið sem aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar hafa beðið með eftirvæntingu: Skömmu fyrir klukkan 18 í dag komu Kate Middleton og Vilhjálmur prins út á tröppur Lindo Wing á St Mary’s spítalanum til að kynna litla kraftaverkið.

Auglýsing

Kate, sem var í rauðum Jenny Packham kjól, leit afskaplega vel út og hreinlega ljómaði með pínulitla prinsinn í fanginu. Vilhjálmur hélt utan um konu sína og var greinilega stoltur líka. Stóru systkinin höfðu komið í dag að hitta hann og má lesa um það HÉR. 

prisno2

Prinsinn var vakandi á þessu augnabliki, en sennilega óafvitandi að hálfur heimurinn væri að fylgjast með honum. Eftir að hafa veifað mannfjöldanum sem safnast hafði saman fyrir utan spítalann fóru þau aftur inn og komu svo út með barnabílstól.

prinso4

Auglýsing

Vilhjálmur ávarpaði fjöldann og fjölmiðla og sagði að þau hjón væru „afskaplega hamingjusöm, afskaplega glöð,“ og bætti svo við: „Þrefaldar áhyggjur núna!“ Þegar hann var spurður um nafnið sagði hann: „Þið munuð vita það afar fljótlega.“

Kate glæsileg að vanda, sjö tímum eftir fæðingu
Kate glæsileg að vanda, sjö tímum eftir fæðingu
Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!