KVENNABLAÐIÐ

George og Charlotte fara að hitta litla bróður: Myndband

George prins og Charlotte prinsessa komu í dag á spítalann að hitta glænýjan fjölskyldumeðlim, en eins og kunnugt er eignaðist hertogaynjan af Cambridge lítinn prins í morgun. Minna en sex tímar voru liðnir frá fæðingunni og komu þau með föður sínum á Lindo Wing þar sem litli prinsinn fæddist.

Auglýsing

George virtist frekar feiminn þegar hann kom út úr bílnum en Charlotte veifaði blaðamönnum og brosti. Það eru einmitt þrjú ár síðan George kom á sama stað til að hitta litlu systur sína, en hún fæddist þann 2. maí 2015.

Kate var í höndum kunnugra andlita við fæðinguna en Guy Thorpe-Beeston fæðingarlæknir og kvensjúkdómalæknirinn Alan Farthing höfðu yfirumsjón með fæðingunni eins og við fæðingu George og Charlotte. Ljósmæður voru einnig viðstaddar og 20 manna teymi var viðbúið öllu ef eitthvað skyldi fara útskeiðis.

Auglýsing

Fjölskyldumeðlimir voru að vonum afar ánægðir en hefði drengurinn fæðst á laugardaginn síðasta hefði hann deilt afmælisdegi með Elísabetu drottningu.

Heimild: Hello 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!