KVENNABLAÐIÐ

Matt LeBlanc kominn með kærustu!

Matt LeBlanc (sem flestir þekkja sem Joey úr Friends þáttunum) neyddist til að viðurkenna samband sitt við Aurora Mulligan í breska spjallþættinum The Graham Norton Show föstudaginn 20. apríl. Þegar hann var spurður hvort hann hefði fundið nýtt framtíðarheimili í Bretlandi þar sem hann hefur verið að vinna í bílaþáttunum Top Gear, sagði hann: „Það er svona hálft og hálft. Ég er með íbúð hér með kærustunni minni en heimili mitt er í Los Angeles.“ Svo bætti hann við: „Ég eyði miklum tíma hér svo mér líkar það mjög vel!“

Auglýsing

Matt var áður giftur Melissa McKnight, en þau eiga 14 ára dótturina Marina saman. Skildu þau árið 2006. Matt er enn í sambandi við eldri börn Melissu, þau Tyler og Jacqueline.

matt 22

Matt og Aurora

Auglýsing

Matt er nú orðinn fimmtugur og hefur verið framleiðandi Top Gear þáttanna frá því í júní árið 2016. Aurora er einnig framleiðandi þáttanna og er 17 árum yngri en hann. Hún er írsk og hefur stundað nám við stjórnmálafræði og stjórnum við háskólann í Liverpool áður en hún hóf feril sinn í sjónvarpi. Aurora varð aðstoðarframleiðandi Top Gear þáttanna árið 2015.

Auglýsing

Þrátt fyrir að hafa haldið sambandi sínu utan fjölmiðla komu þau fram saman í fyrsta sinn opinberlega í maí 2017 á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York. Þau hafa sést við ýmis tækifæri saman síðan þá. Sjónarvottur segir: „Þau voru mjög náin og snertust oft. Þau hlógu og létu vel að hvort öðru og eru greinilega hrifin bæði tvö.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!