KVENNABLAÐIÐ

Fimmtug kona eldist ekkert! Fólk heldur hún sé kærasta sonar síns

Hin fimmtuga Liu Yelin virðist hafa fengið sér slurk úr yngingarbrunni þar sem hún sýnist ekki degi eldri en 25 ára. Nýtur Liu mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum en hún gengur undir nafninu @queenyelin á Instagram. Hefur hún verið á miðlunum í nokkur ár núna en þar pósar hún í engu nema bikini á tíðum.

Auglýsing

Fólk á erfitt með að trúa hversu vel hún lítur út og hefur Liu meira að segja ratað í heimsfréttirnar þar sem fólk heldur oft að hún sé kærasta 23 ára sonar síns en ekki móðir. Sonurinn, Xie Yixuan, staðfestir þetta: „Mamma hefur alltaf verið falleg. Þegar hún var ung var hún talin fallegasta stelpan í skólanum. Ég segi að þrátt fyrir að tíminn líði, sé hún jafnvel enn fallegri en þá.“

Auglýsing

Góð gen hafa eflaust eitthvað að segja en Liu æfir daglega. Hefur hún synt frá því hún var tvítug og gerir það á hverjum degi. Hún lyftir lóðum einnig daglega, fer í jóga og syndir í ísköldu vatni. Hver sem árstíðin er segir Lie Yelin að hún finni eitthvað á hverjum degi.

Auglýsing

Draumur hennar er að líta vel út í bikini þegar hún verður áttræð…og við teljum miklar líkur á að hún nái því markmæði. Hún vill einnig hveja konur til æfinga til að finna „fallegri og sjálfsöruggari útgáfu af sér sjálfum.“


 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!