KVENNABLAÐIÐ

Richard Gere er búinn að gifta sig!

Leikarinn ástsæli Richard Gere, 68, gekk að eiga Alejandra Silva, 35, í byrjun apríl. Hafa þau hug á að fagna með vinum og fjölskyldu þann 6. maí í New York þar sem þau búa. Parið fór að hittast árið 2014 og sjá ekki sólina fyrir hvort öðru – alveg eins og það á að vera.

Þetta er þriðja hjónaband Richards, hann var kvæntur Cindy Crawford á árunum 1991-1995 og leikkonunni Carey Lowell, barnsmóður eina barns hans, Homer, 17, frá 2002-2016.

Auglýsing

Alejandra var gift Govind Friedland og eiga þau Albert saman en hann er fimm ára.

Richard og Alejandra deila ástríðum sínum: Að ferðast og vinna við mannúðarstörf. „Ég hef fundið frið og hamingjusamt líf sem ég hef alltaf leitað að,“ segir Richard í viðtali við Hola! Alejandra viðurkennir fyrir nokkru síðan að hafa verið dálítið týnd: „Mig skorti ljósið og hann gaf lífi mínu merkingu. Þessi tilfinning að einhver teygði sig í átt til mín og sýndi mér mína leið.“ Alejandra staðfesti einnig að þau myndu vilja byggja upp fjölskyldu í framtíðinni.

Auglýsing

Hjónin sáust fyrst saman á frumsýningu Time Out of Mind árið 2015 í Madrid, Spáni, þar sem Richard leikur heimilislausan mann. Í nóveber sama ár fóru sögusagnir á kreik að þau væru trúlofuð því hún sást með demantshring á fingri.

Fyrstu árin sem þau voru að hittast bjuggu þau í sitthvoru landinu, þar sem Alejandra bjó í Madrid með syni sínum hluta af árinu. Í dag búa þau bæði í New York.

Við óskum hamingjusömu hjónunum til hamingju!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!