KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian reiddist Tristan Thompson við fæðingu dóttur þeirra

Eins og Sykur hefur greint frá hefur öll Kardashian fjölskyldan reiðst barnsföður Khloe, Tristan Thompson, en stuttu áður en að Khloe fæddi hennar fyrsta barn hélt hann framhjá henni. Tók fjölskyldan hann af samfélagsmiðlum til að sýna stuðning sinn og m.a. hótaði Kanye West að lemja hann. Kris Jenner, móðir klansins, hefur sýnt honum í tvo heimana eftir að hans rétta andlit sást, dögum áður en barnabarnið True leit dagsins ljós.

Auglýsing

„Um leið og True var komin í heiminn og hjúkrunarkona tók hana í burt, öskraði Khloe á Tristan;“ segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við InStyle.

Kris hefur verið að reyna að kenna Khloe ýmislegt: „Kris hefur verið að segja Khloe að hún þurfi að vera fyrirmynd barnins síns. Það fékk hana til að hugsa um að hún þyrfti að breyta hug sínum gagnvart Tristan,“ segir innanbúðarmaðurinn. „Þessi ákvörðun hefur tekið mikið á hana. Hún vill vera góð fyrirmynd…en hún hefur enn ekki gert upp hug sinn.“

Auglýsing

Khloe vill vera góð móðir en fær allskonar ráð úr ýmsum áttum. Tristan (27) lofar öllu fögru en hún veit ekkert hverju á að trúa: „Tristan er að grátbiðja hana og segir að þessu líkt muni aldrei gerast aftur og hann vill mjög vera hluti af fjölskyldu Khloe. Hann er svo stressaður að hann kunni að hafa eyðilagt allt. Að sjá stúlkuna hefur breytt sjónarhorni hans og hann segist vera breyttur maður.“

Khloe er milli tveggja elda: „Hún vill ekki að barnið verði þess vart hvað er í gangi, en hún vill heldur ekki að barnið alist upp án föður.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!