KVENNABLAÐIÐ

Iggy Azalea og Tyga eru nýtt par

Fyrrum kærasti Kylie Jenner, rapparinn Tyga, hefur náð sér í kollega sinn, rapparann Iggy Azalea. Coachella tónlistarhátíðin fór fram nú um helgina og létu þau afar vel að hvort öðru. Þau mættu jafnvel í sama partý og Kylie Jenner og barnsfaðir hennar Travis Scott voru.

Auglýsing

Iggy, 27, og Tyga, 28, mættu hönd í hönd á TAO x Revolve – Desert Nights partýið í Palm Springs. Þau dönsuðu og virtust mjög ástfangin.

Iggy hætti með NBA leikmanninum Nick Young í júní árið 2016 eftir að hann náðist á myndband monta sig af því að halda framhjá henni. Þau voru trúlofuð og sleit Iggy trúlofuninni.

Tyga og Kylie slitu samvistum í fyrra. Kylie var fljót að halda áfram og fór að hitta Travis skömmu seinna. Fæddi hún dótturina Stormi í febrúar á þessu ári.

Á Coachella var Iggy klædd í æðislegan appelsínugulan Fendi kjól og var hún allan tímann með Tyga og rapparanum Wong G. Tóku hann meðfylgjandi mynd sem hann birti á Instagram en með þeim er kærasti Kourtneyar Kardashian, Younes Bendjima.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!