KVENNABLAÐIÐ

Missti tökin þegar hún hafði hvorki borðað né drukkið í heila viku

Sara Ósk Vífilsdóttir er ung kona á uppleið sem hefur fengið að kynnast þeim hryllingi að vera haldin lystarstoli (e. Anorexia). Hún þjáðist af lystarstoli í þrjú ár, frá 15 ára aldri en er komin á gott ról í dag – hún lýsir því reyndar sem hún hafi aldrei verið á jafn góðum stað og hún er í dag.

Sara er nýorðin 18 ára og er bæði í skóla og vinnu: „Ég er á Sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskóla í Breiðholti.” Ef hún á að lýsa sjálfri sér notum við hennar orð: „Ég er voðalega glaðlynd og hef alltaf verið það. Er með minn skemmtilega og asnalega húmor. Ég er nú soldið skemmtileg.”

Auglýsing

Baráttan við anorexíuna

Sara segir: „Barátta mín hófst þegar ég vildi grenna mig aðeins, vildi missa svona fimm kíló. Ég var í yfirþyngd og leið ekki vel með mig. Svo þegar ég var búin að missa þau kíló, vildi ég missa fleiri og fór þetta út í öfgar þaðan.

Fór fjórum sinnum inn á BUGL í átröskunarmeðferð

Aðspurð segist Sara hafa upplifað að hafa misst alveg tökin þegar hún lagðist inn í annað skiptið: „Þá var ég ekki búin að borða eða drekka neitt í heila viku. Var klukkustundum frá dauða.”

Þegar Sara Ósk var lögð inn í meðferðina var gert matarprógramm fyrir hana með hæfilegu magni hitaeininga sem fólk þarfnast til að komast í gegnum daginn: „Það er sérstakt teymi fyrir krakka sem eru með átröskun. Meðferðin gengur þannig fyrir sig að það er setið yfir þér þegar þú borðar og þú mátt ekki fara á salernið 30 mínútum eftir matinn til þess þú kastir honum ekki upp. Svo er auðvitað allskonar fleira sem maður lærir í meðferðinni og maður fer í viðtöl og svona.”

Auglýsing

Sara var í fyrstu ekki samþykk meðferð í öll fjögur skiptin en segist ekki hafa haft neitt val. Í dag sér hún þó kosti þess að hafa farið: „Það hafði mikil áhrif og hefur það hjálpað mér mikið í mínum bata. Ég hef ALDREI verið á eins góðum stað og ég er í dag.
Það er ennþá erfitt daginn í dag að berjast við hugsanir sem poppa upp í hausnum á hverjum degi en ég læt þær ekki draga mig niður og ég sleppi því ekki að borða. Auðvitað koma verri dagar en aðrir sem ég borða minna en ég verð vör við það. Og reyni að hugsa rökrétt og geri betur daginn eftir.”

Telur þú að áhrif fjölmiðla, samfélagsmiðla kannski sérstaklega hafi skaðleg áhrif á ungt fólk – kannski ungar konur sérstaklega?

Ég tel að áhrif samfélagsmiðla hafi skaðleg áhrif, já. Það er svo mikið „fake“ eða Photoshop á þessum miðlum að það er skelfilegt.

Þarft þú stöðugt að vera meðvituð um sjúkdóminn? Hvernig sækirðu þér stuðning?

„Ég sæki mér bara stuðning með félagsráðgjafa, tala við hana. Ef ég þarf þess og það hefur hjálpað. Og svo á ég líka gott fólk að sem ég get talað við.”

Auglýsing

Hefur þú einhver skilaboð til ungra kvenna varðandi þyngdarstjórnun?

„Skilaboð mín til ungra kvenna varðandi þyngdarstjórnun er að elsku hjartans stelpa, þú ert gullfalleg eins og þú ert en ef þú vilt léttast að plís ekki fara út í öfgar, það er ekki þess virði!!! Frekar að fara að æfa, borða hollt, byggja upp vöðvamassa. Þú þarft ekki að léttast til þess að verða flott.”

lystarst fors

Á fyrri myndinni var Sara Ósk 44 kíló. Á myndinni til hægri er hún orðin 61 kíló.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!