KVENNABLAÐIÐ

Kanye West hótaði að lemja Tristan Thompson

Fólk er frekar reitt út í Tristan Thompson sem hélt framhjá Khloe Kardashian, sem var komin á steypirinn og eignaðist stúlkubarn þann 11. apríl. Enginn stendur þó meira með Khloe en fjölskylda hennar, þar á meðal mágur Khloe, rapparinn Kanye West.

Auglýsing

Ónefndur heimildarmaður segir í viðtali við Radar: „Kim er öskuill og talar ekki við hann og Kanye hótaði að sparka í r****** á honum.“ Bróðir Khloe, Rob Kardashian hringdi í hann og sagði að ef hann léti ekki af þessari ógeðfelldu hegðun myndi hann sjá eftir því. Í raun er hann í svo miklu uppnámi að „hann vildi ekki fara til Cleveland, því hann var hræddur um að lenda í slagsmálum við Tristan og treysti sér ekki.“

Pörin tvö fyrir nokkru síðan
Pörin tvö fyrir nokkru síðan

Tristan, „hataðasti maður Bandaríkjanna“ var við hlið Khloe þegar hún fæddi stúlkubarnið í Cleveland. Gula pressan segir að hún „hafi fyrirgefið honum í bili.“ Rob og Khloe hafa alltaf verið mjög náin – þau bjuggu meira að segja saman þegar hún var gift Lamar Odom. Lamar hélt einnig framhjá Khloe og var Rob afar reiður þá, en það lítur verr út fyrir Tristan, 27: „Kris er að fara að hefna sín og það verður ekki fallegt. Hún sagði að Tristan væri ekki velkomin lengur á sett (KUWTK) og er búin að banna hann á öllum framtíðarhittingum fjölskyldunnar,“ segir innanbúðarmaðurinn.

Auglýsing

„Fjölskyldan er brjáluð og Tristan sýndi sitt rétta andlit. Aðaláhyggjurnar eru nú af Khloe og barninu og þau munu eiga við Tristan síðar. Hann mun fá að sjá eftir þessu og það sér ekki fyrir endann á því.“

Nýjustu fregnir herma að Khloe trúi því að Tristan sé saklaus en Kim, Kourtney og öll fjölskyldan vill trúa að þokunni verði létt af dómgreind hennar þegar hún sér „sannanir“ þess að Tristan hélt í raun framhjá henni. Þarf svosem engan vísindamann til þess, miðað við sönnunargögnin gegn honum.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!