KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian er búin að eiga stúlkubarn

Khloe Kardashian er búin að fæða langþráðu stúlkuna sína. TMZ sagði frá þessu en sjá má á meðfylgjandi myndum mikinn viðbúnað lögreglu við Cleveland Clinic snemma morguns þann 12. apríl ásamt Rolls Royce bifreið Tristans Thompson, barnsföður hennar, lagt skakkt í bílastæði. Fæddist stúlkan fjögur um nótt að staðartíma og voru fjölskyldumeðlimir við hlið Khloe.

Auglýsing

Systur Khloe, Kim og Kourtney og móðir þeirra Kris Jenner ásamt bestu vinkonu henna Malika Haqq voru viðstaddar fæðinguna.

Bíll Tristans fyrir framan spítalann
Bíll Tristans fyrir framan spítalann

Er sagt að Tristan hafi verið við hlið hennar, en eins og þeir sem fylgjast með slúðri vita hélt hann framhjá henni um helgina og hefur verið kallaður „hataðasti maður í Bandaríkjunum“ fyrir vikið.

Auglýsing

cleve4

Enn á eftir að berast staðfesting frá fjölskyldunni, en mikið álag er á þeim þessa dagana.
Tristan er að vera faðir í annað sinn, en þetta er fyrsta barn Khloe sem hefur átt við erfiðleika að stríða að ganga með barn. Á hann soninn Prince með fyrrverandi kærustu, Jordan Craig.

Lögreglan mætt á svæðið fyrir framan spítalann
Lögreglan mætt á svæðið fyrir framan spítalann

Tilfinningin hlýtur að vera ljúfsár hjá Khloe, en fregnir herma að Tristan hafi haldið framhjá henni með a.m.k. þremur konum. Sagt var að hún hefði fengið snemmbúna hríðaverki í kjölfar fréttanna. Sagt er að hún sé niðurbrotin vegna fréttanna, og skal engan undra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!