KVENNABLAÐIÐ

Söngkonan Mariah Carey greind með geðhvarfasýki

„Ég vildi ekki trúa þessu,“ segir Mariah Carey í viðtali við People um fyrstu viðbrögð sín við greiningunni, en hún hefur tjáð sig í fyrsta sinn um baráttuna við geðhvarfasýki (e. bipolar disorder).

Þrátt fyrir að hafa fyrst verið greind árið 2001 (þegar hún var lögð inn á spítala vegna andlegs og líkamlegs niðurbrots) hefur hún ekki tjáð sig um sjúkdóminn fyrr en nú.

Auglýsing

Mariah segist loksins hafa leitað sér meðferðar eftir „erfiðustu tvö árin í lífi mínu.“

Einnig sagði hún: „Þar til nýverið var ég í afneitun og einangrun, ég lifði í stöðugum ótta við að einhver myndi koma upp um mig. Það var þung byrði að bera og ég einfaldlega gat það ekki lengur. Ég sótti og fékk meðferð, setti jákvætt fólk í kringum mig og fór að gera aftur það sem ég elska – að skrifa lög og búa til tónlist.“

Auglýsing

Það er dálítið merkilegt að ein farsælasta söngkona okkar tíma sem hefur átt 18 lög í toppsæti og selt yfir 200 milljón platna hafi eytt mörgum árum í að þjást í einrúmi.

Hún er nú í meðferðum og tekur lyf við geðhvarfasýki II sem þýðir að hún á við þunglyndistímabil að etja sem og vægt oflæti (sem er minna en þeir sem eru með geðhvarfasýki I en getur orsakað eirðarleysi, svefnleysi og ofvirkni.)

Auglýsing

„Ég er að taka lyf sem virka vel. Þau láta mig ekki vera of þreytta eða sljóa eða nokkuð svoleiðis. Að finna rétt jafnvægi er mikilvægast af öllu,“ segir Mariah að lokum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!