KVENNABLAÐIÐ

Tristan Thompson fær líflátshótanir í kjölfar framhjáhalds

„Hataðasti maður Bandaríkjanna“ segja aðdáendur Khloe Kardashian eftir atburðarás síðustu daga, en Tristan sást kyssa aðra konu og fara með henni á hótelherbergi á meðan Khloe sat heima og bíður eftir að dóttir þeirra fæðist. Einn skrifaði: ‘I wish course dead @realtristan13 for doing that to @khloekardashian.’ Greinilegt þykir að þetta sé eitt það ömurlegasta sem hægt sé að lenda í þegar barn er á leiðinni.

Auglýsing

Virðist þetta vera toppurinn á ísjakanum en önnur kona segir að hún gangi með barn hans og póstaði hún einnig kynlífsmyndbandi sem á að sýna þau Tristan í samförum.

Þriðja konan, Marie, segist einnig hafa kelað við hana á næturklúbbi í Washington DC. Tvær konur koma fyrir í myndbandi og er talið að það sé Marie, og sýnir það Tristan í október í fyrra á stað sem leyfir vatnspípureykingar.

Auglýsing

Sagt er að Khloe hafi fundið fyrir snemmbúnum hríðarverkjum þegar hún sá myndbandið af Tristan kyssa aðra konu í New York síðustu helgi. Hún á ekki að eiga fyrr en í lok apríl, segja heimildir. Fjölskyldan hefur sameinast í að styðja hana og hefur flogið út til hennar ef hún skyldi fara í fæðingu, en gula pressan segir að Khloe ætli að gefa Tristan annan séns og ætli að leyfa honum að vera viðstaddan fæðinguna.

Ekkert hefur heyrst frá Tristan á samfélagsmiðlum síðan þetta átti sér stað, en fólk hefur verið duglegt að setja athugasemdir við eldri færslur hjá honum, m.a. „Þú átt ekki skilið að lifa…þú braust hjartað í dóttur þinni áður en nokkur strákur gat gert það..þú ert ekki góður pabbi“ og „Þú ættir að skammast þín. Þú þarft að hverfa.“

Aðrir furðuðu sig á að hann hefði aðeins póstað myndum af sér og Khloe og aldrei minnst á barnið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!