KVENNABLAÐIÐ

Brooklyn Beckham og Chloe Moretz eru hætt saman

Sonur David og Victoriu Beckham, Brooklyn (19), er hættur með leikkonunni Chloe Moretz. Virtist hann afar sáttur kyssandi kanadísku Playboy fyrirsætuna Lexi Wood í V-Hollywood, laugardaginn 7. apríl.

Auglýsing

Sáust Brooklyn og Lexi kyssast í strætó þar sem þau fóru saman á tattoostofu Doctor Woo að fá sér tattoo. Virtist Brooklyn vera nokk sama þó fólk sæi hann kyssa fyrirsætuna en hann hafði verið í sambandi með Chloe af og til. Þau höfðu þó verið saman í febrúar þegar hún fagnaði 21 árs afmælinu sínu.

Brooklyn Beckham packs on the PDA with a mystery girl while getting a new tattoo

Parið tók sér pásu í september 2016. Brooklyn var í sambandi við Madison Beer árið 2017. Chloe leið ekki vel á þeim tíma og sagði: „Ég var að verða fullorðin, að hætta í sambandi og það var allt mjög opinbert. Mig langaði bara að hverfa.“

Auglýsing

Liklegt er að henni líði eins núna – Brooklyn komin með aðra skömmu eftir að þau sameinuðust á ný.

Brooklyn og Chloe
Brooklyn og Chloe

Lexi Wood er kanadísk fyrirsæta eins og áður sagði og hefur verið í Playboy, japanska Vogue og Galore Magazine—og hún er ekki feimin að deila undirfatamyndum af sjálfri sér með mörgum Instagram fylgjendum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!