KVENNABLAÐIÐ

Adele er loksins komin aftur á Instagram, grennri en nokkru sinni fyrr!

Jæja loksins! Adele tók sér góða pásu frá samfélagsmiðlum en sneri aftur í dag, aðdáendum hennar til mikillar ánægju. Adele hefur greinilega verið í átaki þar sem hún er mun grennri en áður. Hún klæddist hvítri skikkju og pósaði fyrir framan blómavegg.

„OMG drottningin er komin aftur…algerlega fullkomin“ sagði einn meðan annar spurði hvenær hún ætlaði eiginlega að gefa út nýja plötu.

Auglýsing

Adele var að óska vinum sínum til hamingju með brúðkaupið, en ótrúleg breyting hefur verið á henni á þessum tíu árum frá því hún sló í gegn. Þyngdin hefur aldrei verið neitt mál fyrir henni, enda er hún fræg fyrir að vera nokk sama hvað fólki finnst: „Ég hef aldrei verið óörugg, aldrei, hvernig ég lít út eða hvað ég vil gera við mig sjálfa. Mamma sagði mér að gera bara hluti fyrir mig, ekki aðra.“

Adele hefur einnig gert fólki ljóst að það talar ekki um holdafar hennar: „Ef ég er að skrifa undir samning veit tónlistarbransinn að ef einhver vogar sér að segja mér að grennast mun hann ekki vinna með mér.“

Auglýsing

Adele ákvað að grennast eftir að hafa eignast soninn Angelo árið 2012 og hætti að drekka sykur og reykja: „Hún er á mjög hreinu mataræði, mikið af grænmeti og ávöxtum, próteini og flóknum kolvetnum“ segir næringarfræðingurinn hennar Jennifer Irvine.

Auglýsing

„Ég hef aldrei verið ósátt við hvernig ég lít úr, mér finnst gaman að vera fín en ég vil frekar vera þægileg en í tísku. Ég vil vera glöð og heilbrigð. Ég vil líka frekar fara í mat með vinum mínum en í ræktina!“ hefur hún einnig sagt.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!