KVENNABLAÐIÐ

Par deilir blokkaríbúð með fjallaljóni! – Myndband

Hjón í Rússlandi hafa afar óvenjulegan herbergisfélaga en það er tveggja ára fjallaljón sem heitir Messi. Þau urðu svo hugfangin af honum árið 2016 og fengu að ættleiða hann. Alexandr Dmitriev og Mariy kona hans passa mjög upp á Messi en þau búa í Penza, Rússlandi í lítilli blokkaríbúð.

Auglýsing

Messi fær sitt reglulega bað, klærnar eru klipptar, tennurnar hreinsaðar og hann er burstaður á hverjum degi. Hann borðar tvisvar á dag hrátt kjöt s.s. kalkún, kjúkling, naut og einnig hrá bein. Messi er að sjálfsögðu stjarna á samfélagsmiðlum og á fleiri hundruð aðdáendur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!