KVENNABLAÐIÐ

Channing Tatum og Jenna Dewan skilin

Leikaraparið Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum eru að skilja eftir nærri níu ára hjónaband. Þau gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í gær sem birt var á People. Í henni segir m.a. að þau hafi viljað koma hreint fram til að fólk væri ekki að geta í eyðurnar: „Við höfum ástsamlega ákveðið að skilja sem par. Við urðum mjög ástfangin fyrir mörgum árum og áttum kynngimagnað ævintýri saman. Ekkert hefur breyst í ást okkar til hvors annars, en þetta fallega ævintýri tekur okkur á aðra staði núna. Það eru engin leyndarmál eða dularfullir atburðir undirliggjandi í ákvörðuninni – bara tveir bestu vinir sem áttuðu sig á að taka pásu og hjálpa hvort öðru að lifa mest fullnægjandi lífi eins og hægt er. Við erum enn fjölskylda og verðum alltaf foreldrar Everly.“

Auglýsing

Leikararnir, bæði 37 ára, eiga dótturina Everly sem verður fimm ára í maí. Þau hittust fyrst árið 2006 við gerð myndarinnar Step Up og fóru að hittast skömmu síðar. Þau gengu í hjónaband árið 2009.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!